Innlent

Simbi vinsælasta kattarheitið

Töluvert meiri líkur eru á að þessi kisi heiti Simbi en Síld, en 121 köttur ber fyrra nafnið en aðeins einn hið síðara.
Töluvert meiri líkur eru á að þessi kisi heiti Simbi en Síld, en 121 köttur ber fyrra nafnið en aðeins einn hið síðara.
Kattaeigendur eru gjarnan frumlegir í nafngiftum á gæludýrin sín, en gömul og gegn kattanöfn eru enn vinsæl. Simbi er vinsælasta kattarheitið á Íslandi, en upplýsingar um nöfn katta má finna á dyraaudkenni.is. Alls heitir 121 köttur á Íslandi Simbi.

Keli, Brandur, Snúður, Snotta, Pjakkur, Moli, Perla, Skuggi og Tumi eru hin nöfnin á lista yfir tíu vinsælustu kattarnöfnin. Þá eru margir hrifnir af einfaldleikanum og 68 Kisar og 62 Kisur eru til hér á landi. Snælda er ekki jafn vinsæl og bróðir hennar Snúður, en þó útbreiddara heiti en Nala, Branda og Tígri. Fimm íslenskir kettir bera nafnið Megas með sóma, en aðeins einn Síld.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×