Innlent

Annie Mist segir stuðning þjóðarinnar skipta sköpum

BBI skrifar
Annie ávarpar aðdáendur sína og vini.
Annie ávarpar aðdáendur sína og vini. Mynd/Ernir
Annie Mist Þórisdóttir kom heim í dag eftir að hafa sigrað heimsmeistaramót í crossfit annað árið í röð. Hún ávarpaði aðdáendur sína í Skeifunni í dag fyrir utan húsnæði Crossfit Reykjavík. Múgur og margmenni var þar samankomið, m.a. ættingjar hennar og vinir.

Annie þakkaði fyrir sig, að sögn sjónarvotta, og minntist á hversu gott er að hafa breiðan hóp fólks að baki sér. Hún sagði að flestir keppendur sem koma á mótið úti hefðu bara fjölskyldu sína og vini. Hún sjálf hefði hreinlega heila þjóð í ofanálag til að styðja við bakið á sér..

Annie var fyrst allra til að verja titil sinn sem heimsmeistari í crossfit. Hún hlaut þar með titilinn „the fittest woman on earth" í annað sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×