Erlent

Biður pönkurum vægðar

Vladimír Pútín
Vladimír Pútín

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rússneska dómara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í vor.

Réttarhöld yfir þeim hófust í vikunni, en þær hafa verið í gæsluvarðhaldi frá í mars. Þær lýstu sig saklausar af ásökunum um óspektir vegna trúarhaturs, en sögðust aðeins hafa viljað koma á framfæri andstöðu sinni við Pútín forseta.

Pútín hefur verið í London undanfarið að fylgjast með júdóglímu á Ólympíuleikunum og sagði þar að framferði þeirra hefði verið slæmt, en að þær ættu ekki skilinn þungan dóm.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×