Allsherjarþingið fordæmir stjórn Assads 4. ágúst 2012 00:15 Bashar Ja‘afari, sendiherra Sýrlands, hægra megin á myndinni, fylgist brúnaþungur með umræðum. Fréttablaðið/AP Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu. „Það eru engir sigurvegarar í Aleppo í dag,“ sagði Ban ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann ávarpaði Allsherjarþing samtakanna í gær. „Þeir sem tapa í þessu stríði eru íbúar Sýrlands.“ Þingið samþykkti, með 133 atkvæðum gegn tólf, ályktun um ástandið í Sýrlandi þar sem Sýrlandsstjórn var fordæmd fyrir að beita þungavopnum á almenning. Í ályktuninni segir að það séu sýrlensk stjórnvöld sem verði að „stíga fyrsta skrefið til þess að binda enda á ofbeldið“. Ísland er meðal þeirra ríkja sem standa að ályktuninni. Allsherjarþingið hefur ekki þau völd sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur til að fylgja ályktun sinni eftir, en Rússar og Kínverjar hafa með neitunarvaldi sínu ítrekað komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykki að beita Sýrlandsstjórn frekari þrýstingi. Allsherjarþingið ákvað að taka ályktunina til afgreiðslu eftir að Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði af sér sem friðarfulltrúi samtakanna í Sýrlandi. Annan sagðist ekki hafa fengið þann stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, sem þurft hefði. Ban Ki Moon sagði í ræðu sinni í gær, að þrátt fyrir allt hefði vera friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi skipt íbúa landsins miklu máli. „Mig hryllir við því hve miklu verra ástandið væri ef Sameinuðu þjóðirnar væru hvergi nærri,“ sagði Ban. Harðir bardagar hafa geisað alla vikuna í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, og víðar í landinu, meðal annars í höfuðborginni Damaskus. Tugir manna létu lífið þegar sprengjur féllu á flóttamannabúðir Palestínumanna í Damaskus. Stjórnarherinn og uppreisnarmenn áttu í hörðum átökum í næsta nágrenni Jarmúk-flóttamannabúðanna, sem eru í Tadamon-hverfi borgarinnar. Margir íbúar hverfisins höfðu leitað skjóls í búðunum og telja Palestínumenn í búðunum það vera ástæðu þess að sprengjum var varpað á þær. Talið er að átökin í Sýrlandi hafi kostað meira en 20 þúsund manns lífið síðan þau hófust snemma á síðasta ári. Hundruð þúsunda manna hafa flúið land en tugir þúsunda eru innikróaðir vegna átakanna víðs vegar um landið og komast hvergi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu. „Það eru engir sigurvegarar í Aleppo í dag,“ sagði Ban ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann ávarpaði Allsherjarþing samtakanna í gær. „Þeir sem tapa í þessu stríði eru íbúar Sýrlands.“ Þingið samþykkti, með 133 atkvæðum gegn tólf, ályktun um ástandið í Sýrlandi þar sem Sýrlandsstjórn var fordæmd fyrir að beita þungavopnum á almenning. Í ályktuninni segir að það séu sýrlensk stjórnvöld sem verði að „stíga fyrsta skrefið til þess að binda enda á ofbeldið“. Ísland er meðal þeirra ríkja sem standa að ályktuninni. Allsherjarþingið hefur ekki þau völd sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur til að fylgja ályktun sinni eftir, en Rússar og Kínverjar hafa með neitunarvaldi sínu ítrekað komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykki að beita Sýrlandsstjórn frekari þrýstingi. Allsherjarþingið ákvað að taka ályktunina til afgreiðslu eftir að Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði af sér sem friðarfulltrúi samtakanna í Sýrlandi. Annan sagðist ekki hafa fengið þann stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, sem þurft hefði. Ban Ki Moon sagði í ræðu sinni í gær, að þrátt fyrir allt hefði vera friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi skipt íbúa landsins miklu máli. „Mig hryllir við því hve miklu verra ástandið væri ef Sameinuðu þjóðirnar væru hvergi nærri,“ sagði Ban. Harðir bardagar hafa geisað alla vikuna í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, og víðar í landinu, meðal annars í höfuðborginni Damaskus. Tugir manna létu lífið þegar sprengjur féllu á flóttamannabúðir Palestínumanna í Damaskus. Stjórnarherinn og uppreisnarmenn áttu í hörðum átökum í næsta nágrenni Jarmúk-flóttamannabúðanna, sem eru í Tadamon-hverfi borgarinnar. Margir íbúar hverfisins höfðu leitað skjóls í búðunum og telja Palestínumenn í búðunum það vera ástæðu þess að sprengjum var varpað á þær. Talið er að átökin í Sýrlandi hafi kostað meira en 20 þúsund manns lífið síðan þau hófust snemma á síðasta ári. Hundruð þúsunda manna hafa flúið land en tugir þúsunda eru innikróaðir vegna átakanna víðs vegar um landið og komast hvergi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira