Innlent

Fundu byssu í farangri farþega í Leifsstöð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegar í Leifsstöð. .
Farþegar í Leifsstöð. . mynd/ gva.
Byssa fannst í farangri farþega sem var að fara frá landinu seinni partinn í júlí. Byssan, sem reyndist síðar vera startbyssa, var í svokölluðum lestarfarangri og var taskan tekin til hliðar þegar hún fannst. Þá var haft samband við farþegann sem var kominn um borð í flugfar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni afsalaði farþeginn sér byssunni og lagði lögreglan hald á hana. Þarna er um að ræða brot á vopnalögum en ekki liggur fyrir hvaða meðferð þetta mál fær. Enn er verið að skoða það.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur það af og til fyrir skimum að það finnist munir sem þarf að hafa afskipti af, svo sem loftbyssur, gashylki og fleira. Í þeim tilfellum þar sem um er að ræða brot á




Fleiri fréttir

Sjá meira


×