Innlent

Slæmt ástand á malarvegum

BBI skrifar
Malarvegur.
Malarvegur. Mynd/Sonja
Ástand malarvega víða um land er með lakara móti samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ástæðan er sú að lítið hefur verið hægt að hefla vegna langvarandi þurrka.

Vegfarendur um helgina eru einnig beðnir að sýna aðgát þegar ekið er um vinnusvæði, en á þjóðvegum landsins er víða unnið að viðgerðum. Reynt hefur verið að ganga vel frá vinnusvæðum fyrir helgina en engu að síður er vissara að fara með gát.

Þar sem ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan vill Slysavarnafélagið Landsbjörg minna á nokkur grundvallaratriði. Vissara er að undirbúa sig vel fyrir ferðalög, kanna ástanda vega á svæðinu og skilja eftir ferðaáætlun, t.d. á Safetravel.is. Gæta skal að aksturshraða á malarvegum og aka sérlega varlega um tjaldstæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×