Erlent

Allsherjarþing fordæmir öryggisráð

Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna.
Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna. mynd/AP
Fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna samþykktu í dag ályktun þar sem öryggisráðið er fordæmt fyrir að bregðast ekki við óöldinni í Sýrlandi.

Ályktunin var samþykkt með yfirburðum en 133 fulltrúar greiddu atkvæði með samþykktinni. Tólf voru mótfallnir á meðan 31 var fjarverandi.

Samþykktin er ekki lagalega bindandi. Samt sem áður er þetta mikill áfellisdómur yfir öryggisráðinu. Flokkadrættir eru sagðir hafa komið í veg fyrir að ráðið beiti sér í málum Sýrlands. Rússar og Kínverjar hafa tvisvar beitt neitunarvaldi sínu þegar kosið hefur verið um málefni Sýrlands.

Kofi Anna, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, sagði starfi sínu lausu í gær. Um leið gagnrýndi hann vinnubrögð öryggisráðsins.

Áætlað er að um 20 þúsund uppreisnarmenn, hermenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í ófriðnum í Sýrlandi síðustu 17 mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×