Innlent

Mikilvægt að hafa góðan stuðning

Annie Mist var fagnað þegar hún kom í æfingamiðstöð sína í Skeifunni í gær.
Annie Mist var fagnað þegar hún kom í æfingamiðstöð sína í Skeifunni í gær. fréttablaðið/ernir
Annie Mist Þórisdóttir, hraustasta kona á jarðríki, kom heim í gær eftir að hafa sigrað CrossFit-leikana í Los Angeles í Bandaríkjunum annað árið í röð á dögunum.

Tekið var á móti Annie Mist fyrir utan húsnæði Crossfit Reykjavík í Skeifunni í gær og var fjöldi fólks samankominn til að bera þessa kjarnakonu augum. Annie þakkaði fyrir sig og minntist á hversu gott væri að hafa breiðan hóp fólks á bak við sig. Flestir keppinautar hennar hefðu einungis haft fjölskyldur sínar sér til stuðnings.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×