Innlent

Raunverulegur WALL-E kætir langveik börn

WALL-E hefur verið duglegur að heimsækja barnasjúkrahús undanfarið.
WALL-E hefur verið duglegur að heimsækja barnasjúkrahús undanfarið. mynd/sennaswalle.blogspot.com
Verkfræðingur í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur smíðað nákvæma eftirmynd af vélmenninu WALL-E. Þetta elskulega vélmenni kætir nú hjörtu langveikra barna.

Mike Senna hafði ekkert gert sér grein fyrir hversu metnaðarfullt verkefni smíðin átti eftir að reynast. Hann hóf smíði á vélmenninu fyrir tveimur árum og hefur síðan þá nýtt frítíma sinn í að fullkomna hvert einasta smáatriði.

Senna hafði áður smíðað eftirmynd R2D2 úr Stjörnustríðsmyndunum. Hann fór með gripinn á sjúkrahús og gátu börn og aðrir leikið við vélmennið. Brátt langaði Senna að skapa nýtt vélmenni sem mögulega gæti haft samskipti við fólk.

Hægt er að sjá stutt myndband um smíði WALL-E hér fyrir neðan en þar má einnig sjá þegar vélmennið heimsótti barnasjúkrahús í Kaliforníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×