Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2025 22:50 Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Stefán Ingvarsson Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. Fyrstu línur ríkisstjórnarflokkanna í orkumálum birtast núna í tillögu sem liggur fyrir Alþingi frá meirihlutanum í umhverfis- og samgöngunefnd um hvernig eigi að flokka fimm virkjanakosti í vatnsafli. Þar er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í vernd, Kjalölduveita og Urriðafoss í bið en Skrokköldu- og Holtavirkjun fari í nýtingu. Í samanlögðum gígavattsstundum þýddi þetta að 22 prósent mætti nýta, 47 prósent færu í bið en 31 prósent í vernd. Hér sést hvernig ríkisstjórnarflokkarnir vilja flokka virkjanakostina fimm. Af 3.517 gígavattsstundum hyggjast þeir leyfa nýtingu á 760 gígavattsstundum eða 22 prósent.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í fréttum Sýnar segir Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, orkuspá Landsnets gera ráð fyrir að 5.000 gígavattsstundir þurfi í viðbót fyrir árið 2035. Núna séu á teikniborðinu hjá Landsvirkjun 2.110 gígavattsstundir í fimm virkjanakostum. Af 3.500 gígavattsstundum í rammaáætlun núna ætli stjórnarflokkanir einungis að nýta 760 gígavattsstundir. „Og bara orkuspá Landsnets segir að fyrir árið 2035 þurfi fimmþúsund gígavattsstundir. Þannig að þetta gengur ekki upp,“ segir Jens Garðar. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stefán Ingvarsson Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, boðar hins vegar tvær nýjar rammaáætlanir á næsta löggjafarþingi. Þar verði fjallað um tvo vatnsaflskosti á Vestfjörðum, vatnsaflskost á Austurlandi, jarðhitakost á Hellisheiði auk þess sem hann hafi í gær tilkynnt um samráðsferli 350 gígavattsstunda vindorkukosts í Garpsdal við Gilsfjörð. „Þannig að það er gríðarlega mikið í gangi. Það eru auðvitað mörg verkefni nú þegar í orkunýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Jóhann Páll. Séð norður yfir Gilsfjörð inn í Garpsdal. Vindmyllur eru áformaðar á fjöllunum upp af dalnum.Egill Aðalsteinsson „Við erum þá bara að halda áfram að vera hér í viðvarandi orkuskorti ef við tökum ekki alvarlega á þessum málum. Og við sjálfstæðismenn höfum lagt það til að allir þeir kostir sem voru núna inni í rammanum, þessir fimm virkjanakostir, fari allir í nýtingu,“ segir Jens Garðar. Austari-Jökulsá í Skagafirði, sem er hluti Héraðsvatna, fer í verndarflokk, samkvæmt tillögu stjórnarmeirihlutans á Alþingi.KMU „Það er svolítið talað um þessa rammaáætlun, sem er núna fyrir þingi, eins og hún marki upphaf og endi orkuöflunar á næstu árum. Það er ekki þannig. Við erum að fara að klára nýja rammaáætlun á hverju einasta ári á þessu löggjafarþingi. Við erum að fara að bæta í orkunýtingarflokkinn á hverju einasta ári til þess að tryggja að það sé nægt framboð af orku í landinu,“ segir ráðherrann. „Það er talað um að það eigi að fara hér í stórkostlega orkuuppbyggingu. Svo erum við með fimm stóra og flotta orkukosti sem eru gríðarlega mikilvægir. Og það eru einungis tveir minnstu kostirnir af fimm, 760 gígavattsstundir af 3.517. Það segir sig sjálft. Það er ekki verið að standa við stóru orðin,“ segir Jens Garðar í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Orkumál Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Loftslagsmál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02 Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26 Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. 13. janúar 2025 10:25 Vilja reisa 35 vindmyllur á fjöllum norðan Gilsfjarðar Vindorkuver með 35 vindmyllum gæti risið á fjöllum ofan Garpsdals í Gilsfirði, miðað við áform sem orkufyrirtæki í eigu Dana og Íra hefur kynnt heimamönnum. 1. október 2018 21:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Fyrstu línur ríkisstjórnarflokkanna í orkumálum birtast núna í tillögu sem liggur fyrir Alþingi frá meirihlutanum í umhverfis- og samgöngunefnd um hvernig eigi að flokka fimm virkjanakosti í vatnsafli. Þar er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í vernd, Kjalölduveita og Urriðafoss í bið en Skrokköldu- og Holtavirkjun fari í nýtingu. Í samanlögðum gígavattsstundum þýddi þetta að 22 prósent mætti nýta, 47 prósent færu í bið en 31 prósent í vernd. Hér sést hvernig ríkisstjórnarflokkarnir vilja flokka virkjanakostina fimm. Af 3.517 gígavattsstundum hyggjast þeir leyfa nýtingu á 760 gígavattsstundum eða 22 prósent.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í fréttum Sýnar segir Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, orkuspá Landsnets gera ráð fyrir að 5.000 gígavattsstundir þurfi í viðbót fyrir árið 2035. Núna séu á teikniborðinu hjá Landsvirkjun 2.110 gígavattsstundir í fimm virkjanakostum. Af 3.500 gígavattsstundum í rammaáætlun núna ætli stjórnarflokkanir einungis að nýta 760 gígavattsstundir. „Og bara orkuspá Landsnets segir að fyrir árið 2035 þurfi fimmþúsund gígavattsstundir. Þannig að þetta gengur ekki upp,“ segir Jens Garðar. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stefán Ingvarsson Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, boðar hins vegar tvær nýjar rammaáætlanir á næsta löggjafarþingi. Þar verði fjallað um tvo vatnsaflskosti á Vestfjörðum, vatnsaflskost á Austurlandi, jarðhitakost á Hellisheiði auk þess sem hann hafi í gær tilkynnt um samráðsferli 350 gígavattsstunda vindorkukosts í Garpsdal við Gilsfjörð. „Þannig að það er gríðarlega mikið í gangi. Það eru auðvitað mörg verkefni nú þegar í orkunýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Jóhann Páll. Séð norður yfir Gilsfjörð inn í Garpsdal. Vindmyllur eru áformaðar á fjöllunum upp af dalnum.Egill Aðalsteinsson „Við erum þá bara að halda áfram að vera hér í viðvarandi orkuskorti ef við tökum ekki alvarlega á þessum málum. Og við sjálfstæðismenn höfum lagt það til að allir þeir kostir sem voru núna inni í rammanum, þessir fimm virkjanakostir, fari allir í nýtingu,“ segir Jens Garðar. Austari-Jökulsá í Skagafirði, sem er hluti Héraðsvatna, fer í verndarflokk, samkvæmt tillögu stjórnarmeirihlutans á Alþingi.KMU „Það er svolítið talað um þessa rammaáætlun, sem er núna fyrir þingi, eins og hún marki upphaf og endi orkuöflunar á næstu árum. Það er ekki þannig. Við erum að fara að klára nýja rammaáætlun á hverju einasta ári á þessu löggjafarþingi. Við erum að fara að bæta í orkunýtingarflokkinn á hverju einasta ári til þess að tryggja að það sé nægt framboð af orku í landinu,“ segir ráðherrann. „Það er talað um að það eigi að fara hér í stórkostlega orkuuppbyggingu. Svo erum við með fimm stóra og flotta orkukosti sem eru gríðarlega mikilvægir. Og það eru einungis tveir minnstu kostirnir af fimm, 760 gígavattsstundir af 3.517. Það segir sig sjálft. Það er ekki verið að standa við stóru orðin,“ segir Jens Garðar í frétt Sýnar, sem sjá má hér:
Orkumál Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Loftslagsmál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02 Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26 Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. 13. janúar 2025 10:25 Vilja reisa 35 vindmyllur á fjöllum norðan Gilsfjarðar Vindorkuver með 35 vindmyllum gæti risið á fjöllum ofan Garpsdals í Gilsfirði, miðað við áform sem orkufyrirtæki í eigu Dana og Íra hefur kynnt heimamönnum. 1. október 2018 21:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02
Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26
Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. 13. janúar 2025 10:25
Vilja reisa 35 vindmyllur á fjöllum norðan Gilsfjarðar Vindorkuver með 35 vindmyllum gæti risið á fjöllum ofan Garpsdals í Gilsfirði, miðað við áform sem orkufyrirtæki í eigu Dana og Íra hefur kynnt heimamönnum. 1. október 2018 21:00