Innlent

Notkun á 3G-neti eykst sífellt

Aukin útbreiðsla snjallsíma hefur valdið mikilli aukningu í notkun 3G-netþjónustu.
Aukin útbreiðsla snjallsíma hefur valdið mikilli aukningu í notkun 3G-netþjónustu. Nordicphotos/AFP
Gríðarleg aukning varð á niðurhali í gegnum 3G-net Tals í júlí í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði verð á þjónustunni. Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir íslenska snjallsímanotendur vilja nota netið mikið í símum sínum og að þeir geri kröfu um að þjónustan sé ódýr.

Í tilkynningu frá Tali kemur fram að niðurhal í gegnum 3G-net fyrirtækisins jókst um 250 prósent og hagnaðurinn tæplega fjórfaldaðist í mánuðinum. Tal hóf nýverið að bjóða 10 gígabæta niðurhal á mánuði fyrir 500 krónur sem er umtalsvert ódýrara en hjá öðrum símafyrirtækjum samkvæmt íslenska tækniblogginu Símon.is.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×