Mikil fækkun afbrota samhliða nýrri taktík lögreglu og auknum jöfnuði Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2012 12:07 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afbrotum fækkaði verulega á síðasta ári og er breytingin samhliða lækkun á svokölluðum Gini-stuðli sem mælir ójöfnuð í skiptingu tekna. Fækkun afbrota skýrist af nýrri aðferðafræði lögreglunnar sem skilaði sér meðal annars í tilnefningu til nýsköpunarverðlaunanna. Bæði ofbeldisbrotum og þjófnuðum fækkaði verulega á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem kom út í vikunni. Þannig voru að meðaltali framin fjögur innbrot í umdæminu á dag árið 2011 en þau voru sex árið 2010. Rán voru um fjörutíu og flest framin í tengslum við fíkniefnaskuldir. „Fækkun hefur verið viðarandi frá 2009 en á því ári tókum við upp sérstakar aðgerðir gegn virkustu brotamönnunum og breyttum okkar skipulagi til þess að geta tekist enn betur á við þessi verkefni og það skýrir að stórum hluta fækkun brota á borð við innbrot og þjófnaði," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stefán segir að afbrotum hafi fjölgað mikið um mitt ár 2008 og voru þau flest á fyrri hluta árs 2009. Fjöldi innbrota náði hámarki í janúar 2009 á sama tíma og mótmælin stóðu sem hæst á Austurvelli og hélt það út fram á mitt ár 2009 þegar ráðist var í breytingar á skipulagi lögreglunnar og sérstakar aðgerðir gegn virkustu brotamönnunum. Þær lýsa sér þannig að reynt er að finna út hverjir eru virkastir í afbrotum og er fylgst með þeim sérstaklega með svokallaðri síbrotagæslu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna vegna þessa verkefnis í fyrra, en úrræðunum hefur verið beitt gegn um fjörutíu virkum afbrotamönnum. Annað sem er athyglisvert er að afbrotum hefur fækkað samhliða lækkun á svokölluðum Gini-stuðli, sem mælir ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna, en þessi stuðull lækkaði í fyrra og árið þar á undan eftir að hafa hækkað mikið að því er virtist á hverju ári fyrir efnahagshrunið. Getur verið að það sé fylgni milli fækkunar afbrota og lækkunar Gini-stuðuls sem hefur lækkað mikið á undanförnum tveimur árum? „Ég þori ekki að fullyrða um það. Eina sem ég get sagt er að ástæðurnar fyrir fækkun afbrota eru skilvirkar aðgerðir gegn virkustu brotamönnunum. Hvort þetta skýrist af öðrum sjónarmiðum, um það skal ég ekki segja," segir Stefán Eiríksson. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, hefur fært rök fyrir því að bein tengsl séu milli ójafnaðar og aukningar afbrota. Rannsóknir á Vesturlöndum hafa sýnt að alvarleg afbrot eru algengari meðal lægri stétta og lágstéttafólk er fremur fórnarlömb glæpa en fólk í efri lögum samfélagsins. Þess skal getið að hvort bein fylgni sé milli lægri Gini-stuðuls og lægri tíðni afbrota er umdeilt, enda hefur því verið haldið fram að margar flóknar ástæður stýri afbrotatíðni, eins og aldurssamsetning og menningarlegar ástæður, en afbrotamenn eru oftast ungir karlmenn á aldrinum 18-25 ára. Í þessu samhengi hefur Japan verið tekið sem dæmi, en þar er jöfnuður ekki jafn mikill og á Norðurlöndunum en afbrotatíðni mjög lág. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Afbrotum fækkaði verulega á síðasta ári og er breytingin samhliða lækkun á svokölluðum Gini-stuðli sem mælir ójöfnuð í skiptingu tekna. Fækkun afbrota skýrist af nýrri aðferðafræði lögreglunnar sem skilaði sér meðal annars í tilnefningu til nýsköpunarverðlaunanna. Bæði ofbeldisbrotum og þjófnuðum fækkaði verulega á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem kom út í vikunni. Þannig voru að meðaltali framin fjögur innbrot í umdæminu á dag árið 2011 en þau voru sex árið 2010. Rán voru um fjörutíu og flest framin í tengslum við fíkniefnaskuldir. „Fækkun hefur verið viðarandi frá 2009 en á því ári tókum við upp sérstakar aðgerðir gegn virkustu brotamönnunum og breyttum okkar skipulagi til þess að geta tekist enn betur á við þessi verkefni og það skýrir að stórum hluta fækkun brota á borð við innbrot og þjófnaði," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stefán segir að afbrotum hafi fjölgað mikið um mitt ár 2008 og voru þau flest á fyrri hluta árs 2009. Fjöldi innbrota náði hámarki í janúar 2009 á sama tíma og mótmælin stóðu sem hæst á Austurvelli og hélt það út fram á mitt ár 2009 þegar ráðist var í breytingar á skipulagi lögreglunnar og sérstakar aðgerðir gegn virkustu brotamönnunum. Þær lýsa sér þannig að reynt er að finna út hverjir eru virkastir í afbrotum og er fylgst með þeim sérstaklega með svokallaðri síbrotagæslu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna vegna þessa verkefnis í fyrra, en úrræðunum hefur verið beitt gegn um fjörutíu virkum afbrotamönnum. Annað sem er athyglisvert er að afbrotum hefur fækkað samhliða lækkun á svokölluðum Gini-stuðli, sem mælir ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna, en þessi stuðull lækkaði í fyrra og árið þar á undan eftir að hafa hækkað mikið að því er virtist á hverju ári fyrir efnahagshrunið. Getur verið að það sé fylgni milli fækkunar afbrota og lækkunar Gini-stuðuls sem hefur lækkað mikið á undanförnum tveimur árum? „Ég þori ekki að fullyrða um það. Eina sem ég get sagt er að ástæðurnar fyrir fækkun afbrota eru skilvirkar aðgerðir gegn virkustu brotamönnunum. Hvort þetta skýrist af öðrum sjónarmiðum, um það skal ég ekki segja," segir Stefán Eiríksson. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, hefur fært rök fyrir því að bein tengsl séu milli ójafnaðar og aukningar afbrota. Rannsóknir á Vesturlöndum hafa sýnt að alvarleg afbrot eru algengari meðal lægri stétta og lágstéttafólk er fremur fórnarlömb glæpa en fólk í efri lögum samfélagsins. Þess skal getið að hvort bein fylgni sé milli lægri Gini-stuðuls og lægri tíðni afbrota er umdeilt, enda hefur því verið haldið fram að margar flóknar ástæður stýri afbrotatíðni, eins og aldurssamsetning og menningarlegar ástæður, en afbrotamenn eru oftast ungir karlmenn á aldrinum 18-25 ára. Í þessu samhengi hefur Japan verið tekið sem dæmi, en þar er jöfnuður ekki jafn mikill og á Norðurlöndunum en afbrotatíðni mjög lág. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira