„Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. júlí 2025 20:36 Veiðigjaldafrumvarpið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira