Innlent

Fólk að flýta sér í Herjólf - margir teknir við Landeyjahöfn

Frá Landeyjahöfn
Frá Landeyjahöfn mynd/Stefán
Fjöldi fólks leggur nú leið sína til Vestmannaeyja. Þjóðhátið fer þar fram í 138 skipti. Gríðarlegt álag hefur verið á lögreglunni á Hvolsvelli en hún hefur fylgst grannt með stöðu mál við Landeyjahöfn.

„Fólk er að keyra hratt," segir lögreglumaður á Hvolsvelli. „Þetta er fólk sem er að missa af Herjólfi. Við höfum tekið nokkra, einn á 150 kílómetra hraða. Það er búið að vera nóg að gera."

Síðasta ferðin með Herjólfi fer klukkan tíu í kvöld. Þannig er búist við því að það dragi úr umferðarþunga þegar líður á kvöldið. Herjólfur siglir síðan samkvæmt áætlun á morgun og er gert ráð fyrir að báturinn verði þétt setinn í nær öllum ferðum.

Fá fíkniefnamál hafa komið upp við Landeyjahöfn. Lögreglan á Hvolsvelli hefur sinnt gæslu á svæðinu og hafa nokkrir verið stöðvaðir með efni í fórum sínum.

„Við erum með fíkniefnahund á svæðinu. Hún er að merkja marga. Það hefur þó lítið fundist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×