Fleiri fréttir

Bíð eftir að vakna upp af draumnum

Magnús Samúelsson vaxtarræktarmaður hefur unnið til fernra verðlauna á fjórum alþjóðlegum mótum á síðastliðnum fjórum vikum. "Þessi árangur er ótrúlega góður og ég er ekki enn farinn að átta mig á þessu. Fólk í kringum mig er búið að vera að reyna að berja það inn í hausinn á mér en ég er bara að bíða eftir að ég vakni af draumi,“ segir Magnús.

Stúdentar drepnir í Sýrlandi

Að minnsta kosti fjórir létust í áhlaupi öryggissveita á mótmælendur í sýrlensku borginni Aleppo í nótt.

Halldór Guðmundsson nýr forstjóri Hörpu

Halldór Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhúss. Í tilkynningu frá Hörpu segir að Halldór hafi frá vori 2008 verið til skamms tíma framkvæmdastjóri verkefnisins "Sögueyjan Ísland"- þegar Ísland var heiðursgestur bókamessunar í Frankfurt.

Sarkozy sakar Hollande um lygar

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sakaði mótframbjóðanda sinn Francois Hollande ítrekað um lygar í sjónvarpskappræðum í gær. Kosningabaráttu tvímenninganna fer nú senn að ljúka þar sem Frakkar ganga að kjörborðinu á sunnudag.

Spyr um gríðarlegt tap hótela í eigu Bændasamtakanna

"Ég var búinn að biðja lengi um þetta, samtökin hummuðu þetta af sér. Það bendir margt til þess að það hafi verið að reyna að fela þessar upplýsingar, enda vita þeir upp á sig skömmina," segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, í samtali við Vísir en hann skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann spyr Bændassamtökin spurninga vegna ársreikninga sem hann fékk sjálfur að lokum frá landbúnaðaráðuneytinu eftir að hafa óskað eftir þeim frá samtökunum.

Vilja draga kvótafrumvörpin til baka

Kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar munu hafa neikvæð áhrif á sjávarbyggðirnar og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Þetta kemur fram í greinargerð sérfræðingahóps á vegum atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja að ríkisstjórnin dragi frumvörpin til baka.

Endurheimtu sjón eftir tímamóta skurðaðgerð

Tveir breskir karlmenn hafa endurheimt hluta af sjón sinni eftir að þeir gengust undir byltingarkennda skurðaðgerð fyrir nokkrum vikum. Mennirnir, sem báðir voru alblindir, geta nú greint ljós og einföld form.

Sakaðir um málþóf

Þingmenn Sjálfstæðisflokks voru sakaðir á Alþingi í morgun um að beita málþófi í umræðu um tillögu forsætisráðherra varðandi breytingar á Stjórnarráði Íslands. Þingmenn ræddu málið í sex klukkustundir í gær.

Strandveiðimenn minntir á rás 16

Nú þegar strandveiðar standa sem hæst hafa mörg tilfelli komið upp þar sem erfitt hefur verið að ná í þá sem eru að veiðum en þeir eiga að nota rás 16 og ber skylda til að hafa hana opna. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að allnokkur atvik hafi komið upp þar sem nærstaddir bátar hafi verið kallaðir til aðstoðar. Þá segir að ánægjulegt sé að sjá að í mörgum tilfellum virðist bátarnir halda hópinn sem auki til muna öryggi þeirra.

Chen fær ekki að hitta Clinton

Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur ekki fengið að hitta Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hún fundaði með ráðamönnum í Kína í nótt.

Rúmlega helmingur 18 ára nema með of hátt hlutfall líkamsfitu

Rúmlega helmingur átján ára nema greindust með of hátt hlutfall líkamsfitu samkvæmt niðurstöðum um holdafar, úthald, hreyfingu og efnaskiptasnið meðal 18 ára íslenskra framhaldsskólanema en niðurstöðurnar voru birtar í nýjasta hefti Læknablaðsins.

Skuldir dagaði uppi í læstum skáp

Verðbréf dagaði uppi óinnheimt í læstum skjalaskáp hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri leitar skýringa á kjörum sem Guðrún Pálsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, naut við lóðakaup er hún var fjármálastjóri bæjarins.

Milljaður í endurbætur á sundlaugum í Reykjavík

Leiktæki, nýir heitir pottar, endurgerð búningsaðstöðu, eimböð og viðgerðir eru meðal þeirra atriða sem vinna á að í sundlaugum Reykjavíkur á þessu ári. Sérstakt stórhuga átaksverkefni sem borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum gerir ráð fyrir nær milljarði til þessa verkefnis næstu þrjú árin. 500 milljónir í ár, 400 milljónir á því næsta og 70 milljónir árið 2014.

Launamunur kynjanna eykst á ný

Launamunur kynjanna dróst saman í kreppunni árin 2009 og 2010 en hefur nú aukist á ný. Opinberir starfsmenn eru langþreyttir á aðgerðarleysi stjórnvalda og vilja aðgerðir en ekki fundahöld um málið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að jafnlaunastaðli síðan 2008. Stefnt er að því að hann taki gildi á þessu ári.

Raunhæft að auðga sjávarrétti og halda gæðum

Matís og fyrirtækin Iceprotein á Sauðárkróki og Grímur kokkur í Vestmannaeyjum eru að ljúka verkefninu Auðgaðir sjávarréttir, en þróaðar voru nokkrar frumgerðir af vörum úr íslensku sjávarfangi þar sem bætt hefur verið við lífefnum eins og þörungaþykkni og lýsi.

Romney fékk ekki afdráttarlausan stuðning frá Gingrich

Það vakti athygli að Newt Gingrich gaf ekki út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann styddi Mitt Romney sem forsetaefni Repúblikanaflokksins þegar Gingrich tilkynnti formlega í gærkvöldi að hann væri hættur við að sækjast eftir útnefningu flokksins.

Tvær þyrlur sóttu skipverja af rússneskum togara

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar komu til Reykjavíkur laust fyrir klukkan hálf átta eftir leiðangur út í rússneskan togara djúpt suðvestur af landinu í morgun, þangað sem þær sóttu veikan sjómann.

Hundrað fá sumarvinnu

Liðlega 450 manns sóttu um sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli og hafa rúmlega eitt hundrað verið ráðnir úr þeim hópi, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Fjöldinn er sagður svipaður og undanfarin ár.

Vilja hert eftirlit með dýralyfjagjöf og búfjárafurðum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að herða þurfi opinbert eftirlit á Íslandi til að tryggja að kjöt og mjólk innihaldi ekki efnaleifar af dýralyfjum. Yfirdýralæknir segir niðurstöður ESA frekar hastarlegar og sumar byggðar á misskilningi, þó sé þar að finna gagnlegar ábendingar sem unnið verði úr. Nýtt rafrænt skráningarkerfi með skráningu dýralyfja og lyfjasölu dýralækna er í burðarliðnum, en það er forsenda þess að unnt verði að sinna lögboðnu eftirliti.

Helmingur kolmunnans á land

Íslenski flotinn hafði í gær veitt rúmlega 35 þúsund tonn af kolmunna af rúmlega 60 þúsund tonna kvóta, samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Alls hafa fimmtán skip aflaheimildir sem gefa tilefni til veiða, eða frá tveimur til sex þúsunda tonna.

Fjöldamet sett 11 mánuði 2011

Tæplega 541 þúsund ferðamenn komu til Íslands um Leifsstöð árið 2011 eða 17,8 prósentum fleiri en árið 2010. Fjöldamet í brottförum ferðamanna um Leifsstöð voru slegin í öllum mánuðum ársins nema mars en þá kom álíka fjöldi og á árinu 2010. Þetta má lesa í tölfræðiúttekt Ferðamálastofu fyrir árið 2011.

Í varðhaldi grunaður um grófa misnotkun

Rúmlega fertugur karlmaður af Suðurnesjum hefur setið í gæsluvarðhaldi í um sex vikur grunaður um að hafa beitt stjúpdóttur sína grófu kynferðisofbeldi með reglulegu millibili um margra ára skeið.

ESA stefnir á tungl Júpíters

Geimferðastofnun Evrópu (ESA) mun standa fyrir einu metnaðarfyllsta geimverkefni síðustu ára. Stofnunin mun skjóta könnunarflaug á loft árið 2022 en henni er ætlað rannsaka tungl Júpíters.

Svona á að viðhalda ástarneistanum

Heilræði aldraðra hjóna í Bandaríkjunum til sonarsonar síns hafa vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Í myndbandinu útlista hjónin hvernig eigi að viðhalda ástinni í löngum hjónaböndum.

Umhverfisstofnun svarar fyrir sig

Umhverfisstofnun segir það ekki rétt sem haldið var fram í fréttum Stöðvar 2 og hér á Vísi í kvöld að stofnunin hafi sent Nesskel reikning vegna afturköllunar áminningar og afsökunarbeiðni.

Slógu mann ítrekað með járnröri

Rösklega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa, ásamt félaga sínum, veist að mann og slegið hann í hnéð með járnröri þannig að hann féll í jörðina. Síðan slógu þeir manninn nokkrum höggum í höfuðið með járnröri þar sem hann lá í jörðinni. Maðurinn hlaut þrjá skurði í höfuðið og tognun og ofreynslu á hægra hné. Árásin átti sér stað í fjölbýlishúsi að Áflaskeiði í Hafnarfirði í júlí í fyrra.

Lögreglumaður ber vitni gegn Vítisenglum

Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríkissaksóknara sé hemilt að leiða lögreglumann sem skrifaði skýrslu um starfsemi vélhjólasamtakanna Vítisengla sem vitni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í máli sem ríkissaksóknari hefur höfðað gegn sex einstaklingum sem allir tengjast vélhjólasamtökunum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti leiða lögreglumanninn sem vitni fyrir dóminn.

Þyrlan fer í fyrramálið að sækja rússneska sjúklinginn

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun fara í loftið klukkan fimm í fyrramálið til þess að sækja sjómann á rússneskum togara sem veiktist þegar skipið var um 260 sjómílum frá Reykjavík. Aðstoðarbeiðni barst um klukkan hálfþrjú í dag vegna mannsins.

Auðveldara að verða forseti N-Kóreu en ASÍ

Það er auðveldara að verða forseti Norður-Kóreu en ASÍ, segir Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness. Í samtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Vilhjálmur hafa verið að skoða þann möguleika að leggja fram tillögu um lagabreytingar á ársfundi Alþýðusambands Íslands. Með breytingunum hefði forseti alþýðusambandsins gríðarlega stórt bakland vegna þess að hann yrði kosinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna innan ASÍ en ekki á ársfundi eins og núna.

Kostnaður vegna Herjólfs lækkar um 60 milljónir

Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna rekstrar Herjólfs á næstunni verði nokkuð lægri en hann var í fyrra, samkvæmt nýjum samningi sem gerður hefur verið. Samningurinn nær til áranna 2012 - 2014. Styrkur Vegagerðarinnar til rekstrar Herjólfs var 740 milljónir króna en hann verður 681 milljón á ári samkvæmt nýja samningnum.

Fullyrt að Nubo muni leigja Grímsstaði

Hlutafélag í eigu sveitarfélaga á Norðurlandi munu kaupa 70% hlut í Grímsstöðum á Fjöllum og leigja það kínverska fjárfestinum Huang Nubo til fjörutíu ára. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir heimildarmönnum sínum. RÚV segir að Nubo muni greiða leiguna fyrirfram og þannig verði kaupin fjármögnuð.

Veikur sjómaður þarf aðstoð

Landhelgisgæslunni barst aðstoð um hjálp frá rússneskum togara nú síðdegis. Um borð er rússneskur sjómaður sem mun vera veikur. Landhelgisgæslan gaf þær upplýsingar að skipið væri fyrir utan 200 sjómílur og því nokkuð langt að sækja hann.

Sumarbústaður stórskemmdist í bruna

Sumarbústaður í Efstadalsskógi í Laugardal í Bláskógabyggð stórskemmdist í bruna nú síðdegis. Allt tiltækt slökkvilið frá Reykholti og Laugarvatni var kallað á staðinn, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum dfs. Að auki var sjúkra- og lögreglulið sent frá Selfossi.

Sjá næstu 50 fréttir