Innlent

Lögreglumaður ber vitni gegn Vítisenglum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Marteinsson er einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna umrædds dómsmáls.
Einar Marteinsson er einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna umrædds dómsmáls.
Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríkissaksóknara sé hemilt að leiða lögreglumann sem skrifaði skýrslu um starfsemi vélhjólasamtakanna Vítisengla sem vitni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í máli sem ríkissaksóknari hefur höfðað gegn sex einstaklingum sem allir tengjast vélhjólasamtökunum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti leiða lögreglumanninn sem vitni fyrir dóminn.

Umrædd skýrsla var skrifuð vegna grófra ofbeldisbrota sem framin voru í lok siðasta árs, lögreglumaðurinn kom að rannsókn þess máls. Ráðist var á konu og hún meðal annars beitt kynferðisofbeldi. Á meðal þeirra sem handteknir voru og sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla á Íslandi. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku og vildi saksóknari að lögreglumaðurinn sem skrifaði skýrsluna bæri vitni fyrir dómnum. Verjendur sakborninga lögðust gegn þessu og héraðsdómari úrskurðaði að ekki mætti leiða vitnið fyrir dóminn vegna þess að efni skýrslunnar væri almenn umfjöllun um starfsemi Vítisengla og vörðuðu umrætt dómsmál ekki sérstaklega.

Hæstiréttur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að saksóknara sé heimilt að spyrja lögreglumanninn um efni skýrslunnar að því marki sem efnið lýtur að sakargiftum í umræddu dómsmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×