Erlent

Romney fékk ekki afdráttarlausan stuðning frá Gingrich

Það vakti athygli að Newt Gingrich gaf ekki út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann styddi Mitt Romney sem forsetaefni Repúblikanaflokksins þegar Gingrich tilkynnti formlega í gærkvöldi að hann væri hættur við að sækjast eftir útnefningu flokksins.

Gingrich sagði aðeins að Romney væri betri kostur í komandi forsetakosningum en Barack Obama.

Kosningastjórar Obama notuðu tækifærið í gærkvöldi til að birta í sjónvarpsauglýsingum nokkrar velvaldar setningar sem Gingrch hafði látið falla um hve Romney væri óhæfur stjórnmálamaður þegar Gingrich var enn með í baráttuinni um forsetaefni Repúblikanaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×