Erlent

Sökuð um að hafa farið með fimm ára dóttur í ljósabekk

Patricia lýsti yfir sakleysi sínu í dag.
Patricia lýsti yfir sakleysi sínu í dag. mynd/AP
Bandarísk kona er sökuð um að hafa stefnt lífi fimm ára dóttur sinnar í hættu eftir að hún setti hana í ljósabekk.

Hin 44 ára gamla Patricia Krentcil var dregin fyrir dómstóla í New Jersey í dag. Patricia, sem sjálf er bronslituð eftir reglulegar heimsóknir í ljósabekki, lýsti yfir sakleysi sínu.

Samkvæmt lögum í New Jersey fylki er einstaklingum yngri en 14 ára óheimilt að fara í ljósabekki.

Áður en réttarhöldin hófust í dag sagði Patricia að sakarefnin væru uppspuni. „Þetta er allt ein stór lygi," sagði Patricia.

Hún sagði AP fréttaveitunni að dóttir sín hefði sólbrunnið þegar hún var úti að leika sér. Nokkrum dögum seinna kvartaði stúlkan undan kláða og var send til hjúkrunarfræðings í skólanum sínum. Þar sagði stúlkan að hún hefði farið í ljósabekk ásamt móður sinni.

Samkvæmt lögreglunni í Nutley í New Jersey er stúlkan með afar slæm brunasár á nokkrum stöðum á líkama sínum.

Patricia yfirgefur dómsal í dag.mynd/AP
Þá sagði Patricia að hún hefði nokkrum sinnum tekið dóttur sína með sér á ljósastofur en að stúlkan hafi ávallt staðið hjá á meðan hún notaði bekkina.

„Skjólstæðingur minn er saklaus," sagði John Caruso, lögmaður Patriciu. „Hún elskar dóttur sína og það er fásinna að halda því fram að hún hafi vísvitandi stefnt lífi hennar í hættu."

Stúlkan býr enn hjá móður sinni en fulltrúar barnaverndarsamtaka fylgjast þó með fjölskyldunni.

Fyrir rétti í dag sagði Patricia að hún hefði mikið dálæti á ljósabekkjum og að hún notaði þá reglulega. Þá ítrekaði hún að myndi aldrei taka dóttur sína með sér í bekkina.

Mál Patriciu heldur áfram í næsta mánuði. Hún á yfir höfði sér fangelsisdóm verði hún fundin sek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×