Erlent

Chen fær ekki að hitta Clinton

Chen ásamt lögfræðingum sínum í gær.
Chen ásamt lögfræðingum sínum í gær. mynd/AP
Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur ekki fengið að hitta Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hún fundaði með ráðamönnum í Kína í nótt.

Chen sagði breska ríkisútvarpinu að yfirvöld í Kína hafi komið í veg fyrir að hann fengi að ræða við Clinton.

Chen slapp úr stofufangelsi í síðustu viku og hefur síðan þá dvalið í bandaríska sendiráðinu í Peking.

Clinton kom til Kína í gær og ræddi hún við stjórnmálamenn í Kína um ástandið í Sýrlandi. Þá voru málefni Norður-Kóreu einnig rædd.

Chen, sem er lögfræðingur að mennt, hefur lengi barist fyrir mannréttindum fatlaðra í Kína og gegn þeirri stefnu yfirvalda að enginn megi eiga fleiri en eitt barn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×