Sarkozy sakar Hollande um lygar 3. maí 2012 12:24 Mynd/AFP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sakaði mótframbjóðanda sinn Francois Hollande ítrekað um lygar í sjónvarpskappræðum í gær. Kosningabaráttu tvímenninganna fer nú senn að ljúka þar sem Frakkar ganga að kjörborðinu á sunnudag. Forsetaframbjóðendunum var ansi heitt í hamsi í gærkvöldi og ætti engan að undra. Sósíalistinn Hollande hafði fyrir kappræðurnar nokkurra prósenta forskot á Sarkozy í skoðanakönnunum og því var stundin mikilvæg fyrir forsetann. Efnahagsmálin voru á meðal þess sem rætt var um og var Sarkozy fljótur að segja Hollande að éta ofan í sig sínar skoðanir og sakaði hann um lygar. Forsetinn gagnrýndi mótframbjóðanda sinn fyrir reynsluleysi og sagði efnahagsstefnu hans eiga eftir að drekkja Frakklandi í skuldum með tilheyrandi afleiðingum fyrir alla Evrópu. Þá sagðist Sarkozy hafa verið gagnrýndur um og of fyrir efnahagsörðugleikana sem Frakkar standa nú frammi fyrir og að mörgu öðru væri um að kenna. Þá greip Hollande tækifærið og sagði forsetann njóta þess að vera í hlutverki fórnarlambsins. Hollande skaut föstum skotum á skattastefnu Sarkozys og sagði hana hylla hina ríku. Þá lagði hann áherslu á samheldni og notaði slagorð sitt „að leiða þjóðina saman" ítrekað til að draga fram hversu ólíkir frambjóðendurnir væru. Mikið hefur verið spáð í spilin eftir kappræðurnar, þar á meðal hvernig mennirnir tveir báru sig. Sarkozy hallaði sér fram á borð og var í þeirri stöðu mest allan tímann á meðan Hollande virtist frekar afslappaður bæði í framkomu og tali og á tímapunkti virtist hann meira að segja geyspa. Eldmóður Sarkozys gæti orðið honum til góðs á sunnudag, en það er ekki alls kosta víst því gagnrýnendur hafa haft unun að því að gagnrýna persónuleika forsetans og vilja meina að hann sé of harðskeyttur. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sakaði mótframbjóðanda sinn Francois Hollande ítrekað um lygar í sjónvarpskappræðum í gær. Kosningabaráttu tvímenninganna fer nú senn að ljúka þar sem Frakkar ganga að kjörborðinu á sunnudag. Forsetaframbjóðendunum var ansi heitt í hamsi í gærkvöldi og ætti engan að undra. Sósíalistinn Hollande hafði fyrir kappræðurnar nokkurra prósenta forskot á Sarkozy í skoðanakönnunum og því var stundin mikilvæg fyrir forsetann. Efnahagsmálin voru á meðal þess sem rætt var um og var Sarkozy fljótur að segja Hollande að éta ofan í sig sínar skoðanir og sakaði hann um lygar. Forsetinn gagnrýndi mótframbjóðanda sinn fyrir reynsluleysi og sagði efnahagsstefnu hans eiga eftir að drekkja Frakklandi í skuldum með tilheyrandi afleiðingum fyrir alla Evrópu. Þá sagðist Sarkozy hafa verið gagnrýndur um og of fyrir efnahagsörðugleikana sem Frakkar standa nú frammi fyrir og að mörgu öðru væri um að kenna. Þá greip Hollande tækifærið og sagði forsetann njóta þess að vera í hlutverki fórnarlambsins. Hollande skaut föstum skotum á skattastefnu Sarkozys og sagði hana hylla hina ríku. Þá lagði hann áherslu á samheldni og notaði slagorð sitt „að leiða þjóðina saman" ítrekað til að draga fram hversu ólíkir frambjóðendurnir væru. Mikið hefur verið spáð í spilin eftir kappræðurnar, þar á meðal hvernig mennirnir tveir báru sig. Sarkozy hallaði sér fram á borð og var í þeirri stöðu mest allan tímann á meðan Hollande virtist frekar afslappaður bæði í framkomu og tali og á tímapunkti virtist hann meira að segja geyspa. Eldmóður Sarkozys gæti orðið honum til góðs á sunnudag, en það er ekki alls kosta víst því gagnrýnendur hafa haft unun að því að gagnrýna persónuleika forsetans og vilja meina að hann sé of harðskeyttur.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent