Innlent

Veikur sjómaður þarf aðstoð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki farin í loftið.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki farin í loftið.
Landhelgisgæslunni barst aðstoð um hjálp frá rússneskum togara nú síðdegis. Um borð er rússneskur sjómaður sem mun vera veikur. Landhelgisgæslan gaf þær upplýsingar að skipið væri fyrir utan 200 sjómílur og því nokkuð langt að sækja hann.

Hjá varðstöð Landhelgisgæslunnar fengust ekki aðrar upplýsingar en þær að verið væri að skoða málið með tilliti til þess hvernig best er að koma manninum til aðstoðar en þyrla Gæslunnar var ekki farin í loftið klukkan korter í sex. Fram kemur á fréttavef RÚV að skipið sé statt suðvestur af Reykjanestá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×