Innlent

Umhverfisstofnun svarar fyrir sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bergsveinn Reynisson kræklingabóndi sem málið snýst allt um.
Bergsveinn Reynisson kræklingabóndi sem málið snýst allt um.
Umhverfisstofnun segir það ekki rétt sem haldið var fram í fréttum Stöðvar 2 og hér á Vísi í kvöld að stofnunin hafi sent Nesskel reikning vegna afturköllunar áminningar og afsökunarbeiðni.

Í fréttinni var greint frá því að Umhverfisstofnun hefði sent Bergsveini Reynissyni, kræklingabónda í Gilsfirði, 38 þúsund króna reikning fyrir að senda honum tvö bréf: Annað var áminningarbréf með hótun um 500 þúsund króna dagssektir sem stofnunin sendi vegna mistaka og hitt var bréf um að áminningin væri afturkölluð og beðist afsökunar á mistökunum.

Þessu hafnar Umhverfisstofnun:

„Stofnunin sendi engan reikning fyrir afturkölluninni né heldur fyrir afsökunarbeiðninni.

Reikningur hafði farið út vegna áforma um áminningu og áminningu sem var send út vegna mistaka áður en þau uppgötvuðust. Sá reikningur var gerður ógildur og hefði verið endurgreiddur hefði greiðsla borist," segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×