Erlent

Endurheimtu sjón eftir tímamóta skurðaðgerð

Hrörnunarsjúkdómurinn drepur ljósnema í auganum.
Hrörnunarsjúkdómurinn drepur ljósnema í auganum. mynd/Oxford
Tveir breskir karlmenn hafa endurheimt hluta af sjón sinni eftir að þeir gengust undir byltingarkennda skurðaðgerð fyrir nokkrum vikum. Mennirnir, sem báðir voru alblindir, geta nú greint ljós og einföld form.

Það voru læknar við King's College sjúkrahúsið í Lundúnum sem framkvæmdu aðgerðina í samstarfi við vísindamenn við háskólann í Oxford.

Mennirnir, þeir Chris James og Robin Millar, þjást báðir af hrörnunarsjúkdóminum retinitis pigmentosa. Sjúkdómurinn ræðst á ljósnema í auganu og veldur í nær öllum tilvikum blindu.

Örþunnir tölvukubbar voru græddir í augu mannanna en um 1.500 ljósnemar eru á kubbunum. Nokkrum dögum eftir aðgerðina gátu mennirnir loks greint ljósgeisla og liti.

Hrörnunarsjúkdómurinn er afar algengur kvilli og vonast vísindamennirnir til að þessi aðferð verði brátt notuð víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×