Erlent

Hryðjuverkaréttarhöld aldarinnar að hefjast

Á laugardag hefjast það sem fjölmiðlar vestan hafs kalla hryðjuverkaréttarhöld aldarinnar í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu.

Þá mun herdómstóll hefja málsmeðferðina gegn þeim fimm mönnum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt og staðið á bak við árásina á turnana tvo í World Trade Center í New York í september árið 2001.

Meðal sakborninga er Khalid Sheikh Mohammed en hann hefur sjálfur lýst sig sekann um að hafa staðið á bakvið árásina. Þeir fimm sem réttað er yfir eru m.a. sakaðir um morð á þeim nærri 3.000 einstaklingum sem fórust í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×