Innlent

Fimm manns í lífshættu í eldsvoða í Kópavogi

Fimm manneskjur, þar af eitt barn, voru hætt komnar þegar eldur kviknaði í eldhúsi í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi um klukkan hálf þrjú í nótt.

Fjórir voru fluttir á slysadeild Landsspítalans með vott af reykeitrun, enda var fólkið orðið sótugt þegar það slapp út.

Búið er að breyta hluta hússins í íbúðarhúsnæði til útleigu og svaf fólkið í herbergjum á efri hæð þegar eldurinn kviknaði í ísskáp í sameiginlegu eldhúsi á neðri hæð.

Svo vel vildi til að einhver vaknaði við reykinn og gat vakið hina í tæka tíð, því reykskynjari mun ekki hafa verið í eldhúsinu. Var fólkið, sem er erlent, komið út þegar slökkvilið kom á vettvang.

Slökkvistarf gekk vel og var húsnæðið reykræst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×