Innlent

Strandveiðimenn minntir á rás 16

Nú þegar strandveiðar standa sem hæst hafa mörg tilfelli komið upp þar sem erfitt hefur verið að ná í þá sem eru að veiðum en þeir eiga að nota rás 16 og ber skylda til að hafa hana opna. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að allnokkur atvik hafi komið upp þar sem nærstaddir bátar hafi verið kallaðir til aðstoðar. Þá segir að ánægjulegt sé að sjá að í mörgum tilfellum virðist bátarnir halda hópinn sem auki til muna öryggi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×