Erlent

Stúdentar drepnir í Sýrlandi

Frá mótmælum í Aleppo.
Frá mótmælum í Aleppo. mynd/AP
Að minnsta kosti fjórir létust í áhlaupi öryggissveita á mótmælendur í sýrlensku borginni Aleppo í nótt.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu voru mótmælendurnir flestir stúdentar og voru þeir samankomnir fyrir utan háskólann í Aleppo.

Um 200 námsmenn voru handteknir í áhlaupinu.

Aleppo er stærsta borg Sýrlands. Lítið hefur verið um átök í borginni síðan stjórnarbylting hófst í landinu á síðasta ári en stúdentar hafa þó mótmælt þar daglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×