Erlent

Öryggisráðið þrýstir á yfirvöld í Súdan og Suður-Súdan

Salva Kiir, forseti Súdan, fyrir miðju ásamt ráðamönnum í Súdan.
Salva Kiir, forseti Súdan, fyrir miðju ásamt ráðamönnum í Súdan.
Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í dag ályktun þar sem Súdan og Suður-Súdan er gert að hætta stríðsátökum á næstu tveimur sólarhringum, ellegar verður refsiaðgerðum beitt gegn löndunum.

Löndin hafa staðið í átökum síðan Suður-Súdan öðlaðist sjálfstæði á síðasta ári.

Átökin hafa harnað verulega á mánuðum og óttast margir að allsherjar stríð eigi eftir að brjótast út.

Þá lýsti Öryggisráðið yfir stuðningi við friðaráætlun Afríkusambandsins vegna átakanna á landamærum landanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×