Innlent

Fjöldamet sett 11 mánuði 2011

95,6% ferðamanna komu um Keflavíkurflugvöll í fyrra.
fréttablaðið/pjetur
95,6% ferðamanna komu um Keflavíkurflugvöll í fyrra. fréttablaðið/pjetur
Tæplega 541 þúsund ferðamenn komu til Íslands um Leifsstöð árið 2011 eða 17,8 prósentum fleiri en árið 2010. Fjöldamet í brottförum ferðamanna um Leifsstöð voru slegin í öllum mánuðum ársins nema mars en þá kom álíka fjöldi og á árinu 2010. Þetta má lesa í tölfræðiúttekt Ferðamálastofu fyrir árið 2011.

Langflestir komu með flugi um Keflavíkurflugvöll, eða 95,6 prósent, 2,2 prósent með Norrænu um Seyðisfjörð og 2,2 prósent með flugi um Reykjavíkur-, Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll. Vert er að taka fram að tölur fyrir aðra staði en Keflavíkurflugvöll byggja ekki á talningum heldur mati út frá sölu- og farþegatölum. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×