Erlent

Ofbeldisfullur svanur fjarlægður í kjölfar árása

Herra Asbo og óheppinn ræðari.
Herra Asbo og óheppinn ræðari. mynd/Geoff Robinson
Ofbeldisfullur álftarsteggur var fjarlægður úr á sinni í Bretlandi í morgun. Svanurinn, sem hefur fengið nafnið Herra Asbo, hefur hrellt ræðara undanfarnar vikur.

Steggurinn og maki hans voru tekin úr hreiðri sínu við River Cam í dag og flutt á leynilegan stað í 100 kílómetra fjarlægð.

Yfirvöld á svæðinu segja að steggurinn hafi tvíelfst í árásum sínum á ræðara á síðustu vikum.

Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ekki fengist leyfi til að flytja parið enda er fengitíminn í nánd. Opinberu samtökin Natural England gáfu þó leyfi fyrir flutningnum í ljósi þess að hætta stafaði af fuglunum.

Hugrakkir sjálfboðaliðar í hlífðarbúningum handsömuðu stegginn og konu hans snemma í morgun.

Stuðningsmenn Herra Asbo voru þó ekki sáttir með þetta og sögðu að ákvörðunin um að flytja fuglana hafi verið fyrirlitleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×