Erlent

ESA stefnir á tungl Júpíters

Ferð könnunarflaugarinnar mun taka átta ár.
Ferð könnunarflaugarinnar mun taka átta ár. mynd/NASA
Geimferðastofnun Evrópu (ESA) mun standa fyrir einu metnaðarfyllsta geimverkefni síðustu ára. Stofnunin mun skjóta könnunarflaug á loft árið 2022 en henni er ætlað rannsaka tungl Júpíters.

Könnunarflaugin er kölluð „Juice" og er áætlaður kostnaður við verkefnið einn milljarður evra eða um 165 milljarðar íslenskra króna.

Flauginni verður skotið á loft árið 2022 og mun ferðalag hennar taka 8 ár.

Hún mun rannsaka tunglin Callisto, Europa og Ganymede ásamt því að kanna yfirborð Júpíters. Flaugin mun nota þyngdarafl Júpíters til að fleyta sér framhjá tunglunum.

Mikil áhersla er lögð á að kanna lífvænlega eiginleika tunglanna. Flaugin verður því útbúin búnaði til að skera úr um hvort að örverur geti í raun þrifist á tunglunum.

Tunglin eru öll þakin ís og er talið að vatn sé að finna undir risavöxnum íshellum þeirra. Reynist það rétt er góður möguleiki á að einfaldar lífverur geti þrifist á tunglunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×