Erlent

Greenpeace réðist um borð í finnskan ísbrjót

Sex meðlimir úr Greenpeace samtökunum réðust um borð í finnska ísbrjótinn Nordica í nótt en skipið var þá statt suður af Öland undan ströndum Svíþjóðar.

Í norrænum fjölmiðlum segir að hópurinn hafi hlekkjað sig við ýmsa staði á skipinu. Varðskip frá sænsku strandgæslunni er komið á staðinn en um borð í því er sérsveit frá sænsku lögreglunni. Búið er að losa Greenpeacefólkið úr hlekkjum sínum og það verður síðan flutt með varðskipinu til hafnar í Svíþjóð.

Ísbrjóturinn, sem Shell olíufélagið hefur tekið á leigu, var á leið til Alaska. Þar áformar Shell að bora fimm holur eftir olíu og var aðgerð Greenpeace í nótt liður í að reyna að stöðva þær boranir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×