Fleiri fréttir

Dregur úr stuðningi við hernaðinn í Afganistan

Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði í gær á sinn fund helstu ráðgjafa sína í öryggismálum til að ræða framhald hernaðar­ins í Afganistan. Átta ár voru í gær liðin frá því að bandarískir og breskir hermenn réðust inn í Afganistan.

Segir umhverfisráðherra tefla atvinnuuppbyggingu í tvísýnu

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar mótmælir harðlega ákvörðun umhverfisráðherra um að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunnar um Suðuvesturlínu. Vilja þeir meina að með því tefji umhverfisráðherrann, Svandís Svarsdóttir, mikilvæga atvinnuuppbyggingu á svæðinu og tefli henni jafnvel í tvísýnu.

Steingrímur J. Sigfússon: "Nei, við erum vinir"

Þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var spurður hvort það væri gjá á milli hans og Ögmundar Jónassonar eða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, í kvöldfréttum RÚV svaraði hann einfaldlega: „Nei, við erum vinir.

Þingflokksfundur Vinstri grænna hafinn

Þingflokksfundur Vinstri grænna hófst nú um níu. Fundurinn er sá fyrsti sem er haldinn eftir að þingmennirnir komu saman í síðustu viku eftir að Ögmundur Jónasson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra. Síðan þá hefur mikil ólga verið innan þingflokks Vinstri grænna, meðal annars vegna aðallega vegna Icesave málsins.

Haförn í læknisaðgerð

Haförninn í Húsdýragarðinum gekkst undir læknisaðgerð í dag þar sem gröftur var kreistur úr stóru kýli. Örninn þarf að vera á lyfjakúr næstu fimm daga en vonast er til að hann geti flogið út í frelsið á ný innan tveggja vikna.

Ódýrara heimilisrafmagn með fleiri álverum

Því meiri stóriðja, því lægra raforkuverð til heimila. Þessi niðurstaða var kynnt á fundi Samorku í morgun. Forrmaður Landverndar segir að taka verði með í útreikningana kostnað við neikvæð umhverfisáhrif.

Guðmundur í Byrginu ákærður fyrir stórfelld fjársvik

Ákæra hefur verið gefin út á hendur Guðmundi Jónssyni betur þekktum sem Guðmundi í Byrginu fyrir að svíkja undan skatti og að draga sér hátt í 10 milljónir króna þegar hann var forstöðumaður Byrgisins.

Þjófar í síbrotagæslu

Þrír menn af erlendum uppruna hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Einn mannanna var handtekinn 13. ágúst síðastliðinn á Laugaveginum.

Þrettán ára stelpa rúllaði upp köllunum

Veðurbarðir breskir bændur stóðu gapandi af undrun þegar þrettán ára gömul telpa á sex tonna John Deere traktor vann sigur í akur-plægingarkeppni í Herefordsskíri á dögunum.

E-töflusmyglarar í einangrun

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að tveir pólskir karlmenn skuli sitja gæsluvarðhaldi til 16. október en þeir voru handteknir fyrir að reyna að smygla til landsins tæplega 6000 e-töflum. Mennirnir er jafnframt vegna rannsóknarhagsmuna gert að sitja í einangrun á meðan þeir sitja í varðhaldi.

Spyr um kostnað við aðildarviðræður

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir á Alþingi til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Hún vill vita um kostnað ríkisins vegna umsóknarinnar og þýðingar sem tengjast viðræðunum.

Krefjast fundar um stöðugleikasáttmálann

Samtök atvinnurekenda og verkalýðsfélaga funduðu lengi um stöðugleikasáttmálann í dag. Miklar áhyggjur eru af því hvort hann haldi. Meginniðurstaða fundarins var sú að óska eftir fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar fyrir helgi um framtíð sáttmálans. Á fundinum verði allir þeir aðilar sem komu að gerð hans.

Ameríka.....best í heimi

Bandaríkin eru vinsælasta stóra land í heiminum. Þökk sé Barack Obama. Rannsóknarstofnunin GFK Roper sem tengist Associated Press fréttastofunni hefur um árabil gert kannanir á alheimsvísu um stöðu þjóða.

Þórður dæmdur í árs keppnisbann

Þórður Þorgeirsson, sem rekinn var úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum í ágúst síðastliðinn hefur verið dæmdur í eins árs bann af aganefnd Landssambands hestamannafélaga. Bannið telur frá 3. ágúst 2009. Þetta kemur fram á vefnum hestafréttir.is en úrskurður LH féll 29. september síðastliðinn.

VR mótmælir fyrirætlunum stjórnvalda

Stjórn VR mótmælir harðlega þeim fyrirætlunum stjórnvalda að ætla ekki að standa við hækkun persónuafsláttar,“ þetta kemur fram í ályktun sem stjórnarmenn hafa samþykkt. Þar segir að slík framkoma sé ekki trúverðug fyrir ríkisstjórn sem kennir sig við velferð og skjaldborg um heimilin í landinu. „Ekki frekar en sú þversögn að á sama tíma og vinstri höndin hækkar álögur á almenning í formi neysluskatta og eykur á skuldavanda heimila og fyrirtækja er sú hægri að leysa þann sama skuldavanda með lánalengingum. Slíkt gengur einfaldlega ekki upp,“ segir í ályktuninni.

Fjórðungur frambjóðenda hefur skilað uppgjöri

Aðeins lítill hluti frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna vegna alþingiskosninganna í vor hefur skilað fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Samtals hafa 83 af 321 frambjóðendum skilað inn umræddum upplýsingum, eða rúmlega fjórðungur.

Afmælishátíð í Heiðarskóla

Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla föðmuðu skólann sinn í dag og settu upp ísskúlptúr í tilefni af 10 ára afmæli hans en skólinn var afhentur Reykjanesbæ árið 2000. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að Heiðarskóli leggi áherslu á listir og skapandi starf og eru nemendur 460 og starfsmenn 60. Þess má geta að skólinn hefur á þessum 10 árum útskrifað 461 nemendur úr 10. bekk.

Óvíst um rafrænar kosningar

Óvíst er hvort að fjármagn fáist til að ljúka tilraunaverkefni um rafrænar kosningar en til stóð að kosið yrði með rafrænum hætti í tveimur bæjarfélögum í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Nýr risahringur um Satúrnus

Bandarískir stjarnfræðingar hafa komið auga á áður óþekktan hring í kringum Satúrnus sem er margfallt stærri en þeir sem þekktir eru.

Óvíst hvort lagt verður fram frumvarp vegna Icesave

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur ekki öruggt að lagt verði fram frumvarp vegna Icesave málsins á næstu dögum eða vikum. Hann segir það þó líklegt. Jafnframt sé óljóst hvort þingmeirihluti sé fyrir slíku frumvarpi. Þá segir ráðherrann ólíklegt að fallist verði á allar kröfur Breta og Hollendinga í málinu.

EES-samningurinn ekki í hættu vegna Icesave

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé ekki í hættu náist ekki niðurstaða í Icesave málinu. Hann segir segir slíkt fráleitt. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Össur út í málið á þingfundi í dag.

Hannes búinn að missa glæsivillu við Fjölnisveg

Hannes Smárason og fjölskylda eiga ekki lengur tvö glæsilegustu hús Fjölnisvegar í Reykjavík. Landsbankinn hefur leyst til sín félagið Fjölnisveg 9, sem var í eigu Hannesar, en það á meðal annars glæsivilluna Fjölnisveg 11 og lúxusíbúð við Pont Street í London sem metin var á rúman milljarð.

Vesturgata verður vistgata

Framkvæmdir hefjast nú í vikulok við að breyta Vesturgötu milli Aðalstrætis og Grófarinnar í vistgötu. Vesturgötu verður einnig á þessum kafla breytt í einstefnugötu til norðurs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gróðurbeðum verði komið fyrir í götunni og hún fegruð. „Efniviður er valinn til að skapa vistlega stemmingu og tengja við Grófartorg og annað sem fyrir er. Gróðurbeð verða úr grásteini og brústeini; pollar verða úr grágrýti, en þeir hindra að bílum sé lagt upp á gangstétt. Þá verður snjóbræðslu komið fyrir á gönguleiðum.“

Óheppnir sjóræningjar

Sómölskum sjóræningjum brá heldur betur í brún þegar þeir réðust á það sem þeir héldu að væri varnarlaust flutningaskip undan ströndum landsins í gær.

Ögmundur: Stjórnin ekki að springa

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna vill að samstarfsamningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði sagt upp nú þegar og Alþingi taki að nýju á Icesave málinu. Hann segir ríkisstjórnina hafa verið stofnaða til að verja norrænt velferðarkerfi en ekki til að fara í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Hættir sem forstjóri Krabbameinsfélagsins

Guðrún Agnarsdóttir lætur af störfum sem forstjóri Krabbameinsfélags Íslands um áramótin að eigin ósk. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu nýs forstjóra og verður auglýst eftir umsækjendum á næstunni.

Guðmundur Brynjólfsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin

Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í morgun, en verðlaunin voru veitt í Árbæjarskóla. Bókin heitir Þvílík vika. Guðmundur segir að bókin sé unglingasaga frekar en barnasaga. Hún fjalli um þrjá stráka sem séu að ljúka við tíunda bekk og byrja að fóta sig í samfélaginu. Í samtali við Vísi segist Guðmundur vera afar ánægður með verðlaunin sem hann fékk afhent í dag.

Lögregla tók ekki sýni af bíl Rannveigar

Lögregla tók ekki sýni af lakkleysi sem var notaður í skemmdarverkum á bílum forstjóra álversins í Straumsvík og Orkuveitu Reykjavíkur. 27 skemmdarverk með málningu á heimilum útrásar- og stóriðjuforkólfa eru enn óupplýst.

Sauðkrækingum svíður fjárlagafrumvarpið

Sauðkrækingum svíður forgangsröðun stjórnvalda sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Á fréttavefnum Feyki kemur fram að á sama tíma og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er gert að spara 100 milljónir á árinu 2010 eða á milli 11 og 12 % af rekstrarfé sínu ætli menntamálaráðuneytið að ráðstafa 100 milljónum í bókamessu í Frankfurt.

Hrannar undrast þögn Morgunblaðsins

Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, undrast að Morgunblaðið hafi ekki gert afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur skil blaðinu í dag. Hann gagnrýnir einnig fréttamat Ríkissjónvarpsins.

Al-Kaida hvetur til árása á Kína

Í myndbandi á vefsíðu islamista varaði Abu Yahya al-Libi kínversk stjórnvöld við því að þeirra biðu sömu örlög og Sovétríkjanna sem liðuðust í sundur fyrir tveim áratugum.

Réðst á konu og reyndi síðan að vinna sér mein

Kona um fertugt varð fyrir mjög alvarlegri líkamsárás í íbúð í Hörðalandi í Fossvogi í morgun. Að sögn lögreglu er konan með höfuðáverka en grunur leikur á að fyrrverandi maðurinn hennar hafi veitt henni þá. Það var hann sem tilkynnti um málið til lögreglu um hálfníuleytið í morgun.

Vinstri græn óstjórntæk - vill Hrunflokkastjórn

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þegar komi að uppbyggingu atvinnulífsins séu Vinstri grænir óstjórntækur flokkur. Hann telur að á næstunni geti skapast aðstæður þar sem lögð verði fram vantrausttillaga á ríkisstjórnina. Jón vill að mynduð verði til eins árs þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar.

Forsetinn fjallaði um framtíð norðurslóða

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun opnunarræðu á alþjóðlegu fræðaþingi sem haldið er af Háskólanum í Bergen í Noregi. Fræðaþingið fjallar um framtíð norðurslóða, aukið mikilvægi þeirra á komandi árum og nauðsyn víðtækra rannsókna og stefnumótunar með sérstakri áherslu á tækifæri og hlutverk Norðurlanda.

Braust inn en stal engu

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er inn en það er liðið svolítið langt síðan síðast, segir Jóhanna Hermannsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Gluggi var spenntur upp á leikskólanum og brotist inn í hann á fimmta tímanum í nótt.

Um 48% íslenskra heimila eiga flatskjá

Tölvur eru á 92% íslenskra heimila og 90% heimila eru með nettengingu, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hagstofunnar. Helmingur íslenskra heimila er með tvö sjónvarpstæki eða fleiri og 48% eru með flatskjá. Nær öll nettengd heimili eru með háhraðatengingu, eða 97%.

Yoko býður borgarbúum út í Viðey

Í tilefni af tendrun Friðarsúlunnar þann 9. október næstkomandi býður Yoko Ono ókeypis ferðir til Viðeyjar 9., 10., og 11. október. Einnig býður hún á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sem haldnir verða 9. október og hefjast kl. 22.00.

Staða heimilanna rædd á Alþingi

Tvennar utandagskrárumræður fara fram á Alþingi í dag. Að beiðni Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður staða heimilanna tekin til sérstakrar umræðu. Til andsvara verður Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.

Fjölmennt lögreglulið í Hörðalandi

Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna var kallað að Hörðalandi í Fossvogi rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. Lögreglan verst allra frétta af málinu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu varð maður fyrir líkamsárás þar. Við segjum nánari fréttir af málinu á Bylgjunni og Vísi.is síðar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir