Innlent

Óvíst um rafrænar kosningar

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Kosið með hefðbundnum hætti. Óvíst er hvort kosið verði í tveimur sveitarfélögum í maí á næsta ári með rafrænum hætti. Mynd/GVA
Kosið með hefðbundnum hætti. Óvíst er hvort kosið verði í tveimur sveitarfélögum í maí á næsta ári með rafrænum hætti. Mynd/GVA
Óvíst er hvort að fjármagn fáist til að ljúka tilraunaverkefni um rafrænar kosningar en til stóð að kosið yrði með rafrænum hætti í tveimur bæjarfélögum í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Kristján Möller, samgönguráðherra, skipaði starfshóp í byrjun árs til að kanna hvort unnt væri að koma við rafrænum kosningum. Hópurinn skilar af sér á næstunni og í framhaldinu færist verkefnið yfir í dómsmálaráðuneytið.

Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins, segir að áður muni Kristján og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, funda um málið. Til skoðunar sé með hvaða hætti verkefninu verði framhaldið eða hvort fjármagn f´-fáist til að ljúka því.

Tíu sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt tilraunaverkefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×