Erlent

Ákærðir fyrir að bjarga flóttafólki

Óli Tynes skrifar
Enginn veit hversu margir flóttamenn farast árlega á Miðjarðarhafi.
Enginn veit hversu margir flóttamenn farast árlega á Miðjarðarhafi.

Ítalskur dómstóll sýknaði í dag þrjá liðsmenn þýskra hjálparsamtaka af því að hafa aðstoðað ólöglega innflytjendur.

Á Ítalíu er það lögbrot bæði að vera ólöglegur innflytjandi og að hjálpa slíku fólki.

Þetta mál er þó all sérstætt. Þjóðverjarnir sigldu framá 37 flóttamenn sem voru á reki í vélarvana gúmmíbáti á alþjóðlegri siglingaleið.

Næsta höfn var á Sikiley og þangað var haldið með flóttafólkið.

Reknir úr landi

Ítalir neituðu skipinu um leyfi til að leggjast að bryggju. Það lá því við akkeri í nær þrjár vikur þartil skipstjórinn sendi út alþjóðlegt neyðarkall.

Þá var því leyft að leggjast að. Móttökurnar voru hinsvegar ekki blíðlegar. Flóttamennirnir voru snarlega reknir úr landi aðallega til Nígeríu og Ghana.

Þjóðverjarnir voru hinsvegar dregnir fyrir dómstóla fyrir það brot sitt að bjarga fólkinu. En í dag voru þeir semsagt sýknaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×