Innlent

Þingflokksfundur Vinstri grænna hafinn

Þingflokksfundur Vinstri grænna. Mynd úr safni.
Þingflokksfundur Vinstri grænna. Mynd úr safni.

Þingflokksfundur Vinstri grænna hófst nú um níu. Fundurinn er sá fyrsti sem er haldinn eftir að þingmennirnir komu saman í síðustu viku eftir að Ögmundur Jónasson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra. Síðan þá hefur mikil ólga verið innan þingflokks Vinstri grænna, meðal annars vegna Icesave málsins.

Samstarfið er að sama skapi í talsverðu uppnámi eftir afsögn Ögmundar en ráðherrar stjórnarflokkanna hafa þó sagt í fjölmiðlum undanfarið að þeir hafi fulla trú á því að samstarfið haldi.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra Vinstri grænna, kom heim í dag frá Tyrklandi þar sem hann átti fund með forsvarsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann mun greina þingflokknum frá þeim fundi.

Þegar náðist í Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, formanns þingflokks Vinstri grænna, var hún á leiðinni á fundinn. Hún gat ekki gefið upp hvenær honum lyki.

Fundurinn er haldinn í gömlu Moggahöllinni í miðborg Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×