Innlent

Krefjast fundar um stöðugleikasáttmálann

Frá undirritun stöðugleikasáttmálanss í júní.
Frá undirritun stöðugleikasáttmálanss í júní. Mynd/Stefán Karlsson
Samtök atvinnurekenda og verkalýðsfélaga funduðu lengi um stöðugleikasáttmálann í dag. Miklar áhyggjur eru af því hvort hann haldi. Meginniðurstaða fundarins var sú að óska eftir fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar fyrir helgi um framtíð sáttmálans. Á fundinum verði allir þeir aðilar sem komu að gerð hans.

Stöðuleikasáttmálinn var undurritaður 25. júní á milli ríkisstjórnarinnar, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×