Innlent

Þjófar í síbrotagæslu

Þrír menn af erlendum uppruna hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Einn mannanna var handtekinn 13. ágúst síðastliðinn á Laugaveginum.

Á honum fannst þýfi. Í kjölfarið var húsleit framkvæmd á heimili hans og fannst þá gríðarlegt magn af þýfi eins og segir í dómi hæstaréttar.

Hinir tveir voru gripnir glóðvolgir í miðju innbroti þann 12. ágúst. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði mennina í síbrotagæslu til 30. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×