Ögmundur: Stjórnin ekki að springa 7. október 2009 12:35 Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna vill að samstarfsamningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði sagt upp nú þegar og Alþingi taki að nýju á Icesave málinu. Hann segir ríkisstjórnina hafa verið stofnaða til að verja norrænt velferðarkerfi en ekki til að fara í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, kemur til landsins klukkan hálf fjögur af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Istanbúl í Tyrklandi. Þar hefur hann reynt að ýta á eftir afgreiðslu sjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands hjá sjóðnum og að þoka Icesave deilunni áleiðis í viðræðum við fjármálaráðherra Breta og Hollendinga. Mikill titringur er innan ríkisstjórnarinnar vegna málflutnings Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, varðandi Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og verða þau mál væntanlega efst á dagskrá þingflokksfundar síðdegis. Margir velta fyrir hvort stjórnin springi vegna ágreining Ögmundar við stjórnina. „Já eða ágreinings stjórnarinnar við mig og ekki bara mig. Þetta snýst um fjölmarga aðra. Ég held að þessi ríkisstjórn sé ekki að springa. Alla vega hefur það komið í mínu máli og það er sannfæring á bak við það að ég vill ekki að þessi stjórn springi. Þess vegna vék ég úr stjórninni," sagði Ögmundur Jónasson skömmu fyrir hádegi í dag. Sér hafi verið sagt af formönnum stjórnarflokkanna að ef allir ráðherrar töluðu ekki einni röddu í Icesave málinu væri eki hægt að halda stjórnarsamstarfinu áfram. „Þessi ríkisstjórn var ekki mynduð um tiltekna lausn í Icesave málinu. Þessi stjórn var ekki mynduð um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fara að hans vilja. Þessi stjórn var mynduð til þess að hefja á hún fána hins norrænna velferðarsamfélags." Það sé stjórnin að gera og þess vegna sé hann stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og hafi engan áhuga á að sprengja hana. Hann segist hins vegar ekki sammála þeim sem telji Ísland þurfa á öllum þeim gjaldeyrisforða að halda sem áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geri ráð fyrir. „Við sameinuðumst um þessa ríkisstjórn til þess að verja velferðarsamfélagið og styrka það inn í framtíðina," sagði Ögmundur. Aðspurður hvort að stjórnvöld eigi að hætta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn svaraði Ögmundur: „Því fyrr, því betra." Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna vill að samstarfsamningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði sagt upp nú þegar og Alþingi taki að nýju á Icesave málinu. Hann segir ríkisstjórnina hafa verið stofnaða til að verja norrænt velferðarkerfi en ekki til að fara í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, kemur til landsins klukkan hálf fjögur af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Istanbúl í Tyrklandi. Þar hefur hann reynt að ýta á eftir afgreiðslu sjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands hjá sjóðnum og að þoka Icesave deilunni áleiðis í viðræðum við fjármálaráðherra Breta og Hollendinga. Mikill titringur er innan ríkisstjórnarinnar vegna málflutnings Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, varðandi Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og verða þau mál væntanlega efst á dagskrá þingflokksfundar síðdegis. Margir velta fyrir hvort stjórnin springi vegna ágreining Ögmundar við stjórnina. „Já eða ágreinings stjórnarinnar við mig og ekki bara mig. Þetta snýst um fjölmarga aðra. Ég held að þessi ríkisstjórn sé ekki að springa. Alla vega hefur það komið í mínu máli og það er sannfæring á bak við það að ég vill ekki að þessi stjórn springi. Þess vegna vék ég úr stjórninni," sagði Ögmundur Jónasson skömmu fyrir hádegi í dag. Sér hafi verið sagt af formönnum stjórnarflokkanna að ef allir ráðherrar töluðu ekki einni röddu í Icesave málinu væri eki hægt að halda stjórnarsamstarfinu áfram. „Þessi ríkisstjórn var ekki mynduð um tiltekna lausn í Icesave málinu. Þessi stjórn var ekki mynduð um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fara að hans vilja. Þessi stjórn var mynduð til þess að hefja á hún fána hins norrænna velferðarsamfélags." Það sé stjórnin að gera og þess vegna sé hann stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og hafi engan áhuga á að sprengja hana. Hann segist hins vegar ekki sammála þeim sem telji Ísland þurfa á öllum þeim gjaldeyrisforða að halda sem áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geri ráð fyrir. „Við sameinuðumst um þessa ríkisstjórn til þess að verja velferðarsamfélagið og styrka það inn í framtíðina," sagði Ögmundur. Aðspurður hvort að stjórnvöld eigi að hætta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn svaraði Ögmundur: „Því fyrr, því betra."
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira