Innlent

Hörðalandsárás: Fólkinu haldið i öndunarvél

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Fólkið, sem flutt var með sjúkrabíl á Landspítalann eftir átök í Hörðalandi í morgun, er sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild.

Eins og Vísir greindi frá í morgun varð kona um fertugt fyrir mjög alvarlegri líkamsárás í íbúð í Hörðalandi í Fossvogi í morgun. Að sögn lögreglu er konan með höfuðáverka en grunur leikur á að fyrrverandi maðurinn hennar hafi veitt henni þá. Það var hann sem tilkynnti um málið til lögreglu um hálfníuleytið í morgun.

Þegar lögreglu bar að garði hafði maðurinn sem er á fertugsaldri, reynt að vinna sjálfum sér mein. Vísir hefur fyrir því heimildir að maðurinn hafi drukkið einhverskonar ólyfjan.










Tengdar fréttir

Réðst á konu og reyndi síðan að vinna sér mein

Kona um fertugt varð fyrir mjög alvarlegri líkamsárás í íbúð í Hörðalandi í Fossvogi í morgun. Að sögn lögreglu er konan með höfuðáverka en grunur leikur á að fyrrverandi maðurinn hennar hafi veitt henni þá. Það var hann sem tilkynnti um málið til lögreglu um hálfníuleytið í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×