Innlent

Fjölmennt lögreglulið í Hörðalandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna var kallað að Hörðalandi í Fossvogi rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. Lögreglan verst allra frétta af málinu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu varð maður fyrir líkamsárás þar. Við segjum nánari fréttir af málinu á Bylgjunni og Vísi.is síðar í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×