Innlent

Spyr um kostnað við aðildarviðræður

Ragnheiður Elín.
Ragnheiður Elín. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir á Alþingi til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Hún vill vita um kostnað ríkisins vegna umsóknarinnar og þýðingar sem tengjast viðræðunum.

Báðar fyrirspurnirnar eru í fjórum liðum. Ragnheiður vill vita hvort gerð hafi verið nákvæm áætlun um kostnað vegna aðildarumsóknarinnar. Hafi slík áætlun ekki verið gerð spyr Ragnheiður hvenær hún muni liggja fyrir. Þá vill Ragnheiður vita hversu mikill kostnaður hefur þegar fallið til vegna umsóknarferlisins og hvort gert sé ráð fyrir þessum kostnaði í fjárlagafrumvarpi.

Í fyrrispurninni um þýðingarnar spyr Ragnheiður meðal annars hversu mikið þær kosti og hversu tímafrekt sé að þýða skjöl sem tengist umsóknarferlinu Þá vill hún vita hvort að framkvæmdastjórn Evrópusambandins sé reiðubúin að leggja íslenskum stjórnvöldum til stuðning vegna þýðinga í tengslum við aðildarviðræðurnar.

Ragnheiður óskar eftir því að Össurar svari fyrirspurnum sínum skriflega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×