Innlent

Braust inn en stal engu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Víða á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brotist inn í leikskóla að undanförnu. Myndin er úr safni.
Víða á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brotist inn í leikskóla að undanförnu. Myndin er úr safni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er inn en það er liðið svolítið langt síðan síðast, segir Jóhanna Hermannsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Gluggi var spenntur upp á leikskólanum og brotist inn í hann á fimmta tímanum í nótt.

Jóhanna segir að ekkert hafi verið skemmt í leikskólanum. Það hafi heldur engu verið stolið þaðan enda sér þar ekkert sem hægt er að stela. Samkvæmt upplýsingum Vísis er skammt síðan að brotist var inn í leikskólann Hlað, sem stendur skammt frá Hlíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×