Erlent

Skeyti á stærð við pallbíl rekst á tunglið á hraða byssukúlunnar

Tunglið. Mynd/stjornuskodun.is.
Tunglið. Mynd/stjornuskodun.is.

Föstudaginn 9. október, klukkan 11:30 að íslenskum tíma, mun tveggja tonna skeyti, á stærð við stóran jeppa eða pallbíl, rekast á tunglið.

Þetta kemur fram á heimasíðunni Stjörnuskoðun.is. Þar segir að skeytið sé efsta stig eldlflaugarinnar sem kom Lunar Reconnaissance Orbiter út í geiminn til að byrja með.

Það rekst á tunglið á tvöföldum hraða byssukúlu, 9000 kílómetra á klukkustund, og myndar við það 30 metra breiðan og 5 metra djúpan gíg.

Fyrirhugaður árekstur verður í gígnum Cabeus á suðurpól tunglsins. Cabeus er gígur sem nýtur aldrei sólarljóss og á botni hans gæti leynst vatnsís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×