Innlent

Heimiliserjur í Hörðalandi - tvennt á slysadeild

Frá vettvangi í Hörðalandi. Mynd/ Sigurjón.
Frá vettvangi í Hörðalandi. Mynd/ Sigurjón.

Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna var kallað að Hörðalandi í Fossvogi rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofa hefur fengið af málinu er um að ræða heimiliserjur í einni íbúðinni í götunni. Lögregla segir að tvennt hafi verið flutt á slysadeild en óljóst er um meiðsli þeirra að svo stöddu. Grunur leikur á að annar aðilinn hafi einnig drukkið einhverskonar ólyfjan og orðið fyrir eitrun af þeim völdum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×