Erlent

Óheppnir sjóræningjar

Óli Tynes skrifar
Franska herflutningaskipið er vel vopnað fallbyssum og þungum vélbyssum.
Franska herflutningaskipið er vel vopnað fallbyssum og þungum vélbyssum.

Sómölskum sjóræningjum brá heldur betur í brún þegar þeir réðust á það sem þeir héldu að væri varnarlaust flutningaskip undan ströndum landsins í gær.

Þetta var að vísu flutningaskip, en þetta var flutningaskip franska sjóhersins. Vel vopnað fallbyssum og þungum vélbyssum.

Sjóræningjarnir sem voru á tveim bátum lögðu á flótta þegar þeir gerðu sér grein fyrir því að þeir væru komnir langleiðina inn í gin ljónsins.

Ljónið var hinsvegar ekki tilbúið að sleppa takinu. Það veitti eftirför og handtók óþjóðalýðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×