Innlent

Óvíst hvort lagt verður fram frumvarp vegna Icesave

Mynd/Valgarður Gíslason
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur ekki öruggt að lagt verði fram frumvarp vegna Icesave málsins á næstu dögum eða vikum. Hann segir það þó líklegt. Jafnframt sé óljóst hvort þingmeirihluti sé fyrir slíku frumvarpi. Þá segir ráðherrann ólíklegt að fallist verði á allar kröfur Breta og Hollendinga í málinu.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði í umræðum á Alþingi í dag Össur hvort að gengið yrði að kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu. Hann sagði augljóst að stjórnarkreppa væri í landinu og að staða ríkisstjórnarinnar hefði veikst erlendis.

Össur sagðist vera ósammála Birgi hvað það varðar. Staða stjórnarinnar hefði ekki veikst erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×