Innlent

Hannes búinn að missa glæsivillu við Fjölnisveg

Fjölnisvegur ellefu er glæsilegt hús.
Fjölnisvegur ellefu er glæsilegt hús.

Hannes Smárason og fjölskylda eiga ekki lengur tvö glæsilegustu hús Fjölnisvegar í Reykjavík. Landsbankinn hefur leyst til sín félagið Fjölnisveg 9, sem var í eigu Hannesar, en það á meðal annars glæsivilluna Fjölnisveg 11 og lúxusíbúð við Pont Street í London sem metin var á rúman milljarð.

Unnur Sigurðardóttir, kona Hannesar, er enn skráð fyrir Fjölnisvegi 9 þannig að skötuhjúin eiga sér enn samastað á Fjölnisveginum. Samkvæmt upplýsingum, sem komu fram í sumar í tengslum við húsleit efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, eyddu Hannes og Unnur um 350 milljónum í endurbyggingu á Fjölnisvegi 9.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×