Innlent

Sauðkrækingum svíður fjárlagafrumvarpið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur
Sauðkrækingum svíður forgangsröðun stjórnvalda sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Á fréttavefnum Feyki kemur fram að á sama tíma og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er gert að spara 100 milljónir á árinu 2010 eða á milli 11 og 12 % af rekstrarfé sínu ætli menntamálaráðuneytið að ráðstafa 100 milljónum í bókamessu í Frankfurt.

Fullyrt er á fréttavefnum Feyki að niðurskurðurinn komi til með að þýða umtalsverða þjónustuskerðingu fyrir notendur stofnunarinnar auk þess sem ekki sé hægt að lofa að svona stór niðurskurður geti átt sér stað án þess að komi til uppsagna starfsfólks.

Bókamessa í Frankfurt er að sögn Sigtryggar Magnasonar, aðstoðarmanns menntamálaráðherra, verkefni sem ákveðið var að ráðast í árið 2007. Íslandi var þá boðið að verða heiðursgestur á bókamessu árið 2011. Af því tilefni var ákveðið að eyða 100 milljónum á ári í þrjú ár til verkefnisins eða alls 300 milljónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×