Innlent

Afmælishátíð í Heiðarskóla

Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla föðmuðu skólann sinn í dag og settu upp ísskúlptúr í tilefni af 10 ára afmæli hans en skólinn var afhentur Reykjanesbæ árið 2000. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að Heiðarskóli leggi áherslu á listir og skapandi starf og eru nemendur 460 og starfsmenn 60. Þess má geta að skólinn hefur á þessum 10 árum útskrifað 461 nemendur úr 10. bekk.

„Skólinn bauð nemendum og foreldrum þeirra til afmælishátíðar í dag og af því tilefni fengu 18 kennarar afhent fjöregg eftir listamanninn Koggu en þeir hafa starfað við skólann frá upphafi," segir ennfremur. „Nemendur tóku jafnframt virkan þátt í hátíðarhöldunum og kom hver nemenandi með klakaverk í fernu að heiman sem raðað var saman við anddyri skólans. Fjölbreytnin var mikil og settu sumir matarlit, blóm, leikföng og blýanta svo eitthvað sé nefnt í verk sín."

Þá var valið úr tillögum sem bárust um skólasöng Heiðarskóla en alls bárust 9 söngtextar og nokkur lög. „Svo skemmtilega vildi til að það var kennari við skólann, Bryndís Jóna Magnúsdótti, sem átti hlutskarpasta lagið sem kallast Skólinn á Heiðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×